Ef að þú hefur ekki lesið allar bækurnar, þá gæti þetta verið spoiler….

(öll nöfn eru á íslenskunni, íslenskt já, takk)

Skakklappi:
Köttur Hermione, mjög klár(eins og Hermione) og sá til dæmis strax í gegnum Peter Pettergrew í gerfi Scabbers. Hann er hjólbeinóttur og gulbrúnn(minnir mig). Hefur verið ásakaður um að hafa étið ástkæra rottu Rons á þriðja ári, en var hreinsaður af öllum grun =) Hermione finnst hann alveg æðislegur!!

Gríslingur:
Uglan hans Rons. Alveg afskaplega lítill og algjör stuðbolti. Hann fer oft í taugarnar á eldri, stærri og reyndari uglum vegna skrípaláta og æsings. Ron fékk hann af Siriusi Black, vegna þess að Sirius hafði afhjúpað “Scabber” og þá átti Ron náttúrulega ekkert gæludýr.. Hann fer oftast styttri póstferðir.

Hedwig:
Uglan hans Harrys. Hvít snæugla. Yfirleitt mjög róleg og yfirveguð, en getur farið út í að bíta þegar Harry hefur verið leiðinlegur við hana. Henni líkar alls ekki við Grísling, enda er hann algjör andstæða hennar. Mjög góð póstugla.

Fawkes:
Fönixinn hans Dumbledores. Mjög góður og alveg rosalega fallegur. Hjálpaði Harry niðri í Leyniklefanum og linaði sársauka hans í fjórðu bókinni, þegar Harry átti að segja frá endurkomu Voldemorts. Tár Fönix græða sár og láta sársauka hverfa.

Errol(kk eða kvk?? segi bara kk..):
Orðinn frekar gamall og lúinn, en reynir í það minnsta alltaf að koma bréfum til skila. Hann er brúnn.

Trevor:
Halakartan hans Nevilles. Var afar óheppinn með eiganda þar sem að Neville er alltaf að týna greyinu.

Scabber aka Peter:
Var afar leiðinleg rotta, sem Ron átti allt fram á þriðja ár. Svaf mjög mikið og var mjög feit. Grá(minnir mig). Mesta hetjudáð: Þegar hann beit Grabbe/Goyle í höndina í lestinni einu sinni.

Það eru nú ábyggilega fleiri dýr, en ég man ekki eftir þeim alveg í augnablikinö :o)