After the End er fan fiction saga eins og Draco trilógían, Dormiens, Sininster og Veritas. Munurinn er sá að eins og nafnið bendir til þá gerist sagan eftir endann, þ.e. eftir að Harry og co. hafa sigrað Voldemort. Það er allt öðruvísi saga heldur en hinar, en þó leikur ekki allt í lyndi, langt frá því.

Dementorarnir eru að ganga af göflunum eftir fall Voldemorts, þeir reyna að sleppa burt úr Azkaban, og the Order of the Phoenix (sem í þessarri sögu er nýtt Ministry of Magic sem tók yfir af Fudge og hanns skrifræðisstjórn) reynir að halda þeim á sínum stað meðan það er unnið að leiðum til að drepa þá. Sirius Black er einn af meðlimum Order of the Phoenix. Hann hefur loksins verið hreinsaður af sökum og er nú stríðshetja, þrátt fyrir að margir óttist hann ennþá. Harry búinn í skólanum og kemur að búa með Siriusi og Remusi Lupin, en Sirius er sífellt upptekinn við að halda Dementorunum á Azkaban og að halda réttarhöld yfir stuðningsmönnum Voldemorts og hefur lítinn tíma fyrir Harry. Harry sjálfur er eins og flak af manneskju eftir stríðið, sem tók mikið á hann.

Ron og Hermione hafa loks náð saman og Ron hlakkar til að eiga loks almennilegt sumar með henni, en það var ráðist á heimili foreldra hennar í stríðinu og Crucatius curse (hvað sem það er á ísl. -það er bölvunin sem veldur sársauka) var notað oft á þau, svo nú eru þau eins og foreldrar Nevilles, algerlega meðvitundarlaus. Hermione vill fá sér vinnu og læra að hjálpa þeim, en það mundi valda því að hún þyrfti að fara frá Ron til útlanda, sem Ron líkar illa við.

Og margt fleira! Ginny uppgötvar mikinn galdramátt sem hún hefur, Penelope er búinn að eignast barn með Percy sem var handtekinn og drepinn af Peter Pettigrew, Arthur er orðinn Minister of Magic, Colin er orðinn ljósmyndari fyrir Daily Prophet og margt, margt fleira. Þetta er frábær saga, og það er algerlega sagt frá þeim kenningun sem höfundar hafa um hvernig þetta mun enda, sem er allt mjög klimatískt og flott.

Sagan eru 30 kaflar á þessari stundu og það eiga fleiri eftir að koma, enda enn frá mörgu að segja. Þetta er byggt upp eins og Harry Potter bækurnar, maður fær meiri og meiri upplýsingar og svo smellur allt í lokin.

Sagan er á Sugarquill, www.sugarquill.net, sem fókusar aðeins á fan-fiction sögur sem hafa Ron/Hermione og Harry/Ginny sambönd, og þessi saga hefur bæði. Þar er mikið af fínum sögum, en þessi er flaggskip síðunnar, eins og Draco Trilógían er flaggskip FictionAlley síðunnar. Endilega lesið! :)

Linkur: http://www.sugarquill.net/read.php?storyid=619&chapno=1
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane