Reynsla mín bókunum
Hér ætla ég að fjalla um það hvernig ég kynntist þessu o.s.frv.
Þetta byrjaði svona mánuði eftir að bókin var gefin út. Maður
athugar af og til hvort eitthvað sé varið í nýar bækur. Ég keypti
hana, og byrjaði að lesa um kvöldið. Jæja, bókin var það að
ég kláraði hana strax. Kvöldið eftir las ég hana aftur :)
Ég fór að sökkva mér ofan í þetta, og svo skemmtilega vildi til
að ég þekki gaurinn sem á Bjart (fyrirtækið sem þýðir
bækurnar). Hann sagði þó að ekki væri meira að gera en að
bíða í ár, og það gerði ég. Þegar önnur bókin kom út las ég
hana 3x sama kvöldið. Mér finnst hún reyndar verst, en jæja,
skítt með það.
Næsta ár kom fanginn og þarnæsta the Goblet of Fire. Þá
loksins gerðist eitthvað. Mamma mín hafði verið að tala við
Snæa (gaurinn) og kom svo heim með fyrstu 7 kaflana, ennþá
volga úr prentaranum hjá Bjart.
Ég fór svo mánaðarlega, og fékk 7 kafla í röð. Þegar bókin svo
loksins kom út, var ég með tvær bækur. Aðra græna og cool,
en hina 400 A4 blöð.
Núna bíð ég bara og bíð, og ekkert með það að gera, nema
að ég var að tala við Snæa fyrir þrem mínútum. Hann sagði að
Rowling væri búin að skila handritinu að bókini, en engin
tímasetning sé komin. Hann trúir því þó að hún komi úti í júní.
Þá er það bara að bíða, og vonast til að hún komi á undan
júní. Ég mun hafa samband við verðandi stjórnendur um fréttir
frá honum, því að allt of mikið af “hvenær kemur hún” korkum
eru komnir.
kv. Amon