Jæja,ég ætla að skrifa um Harry Potter bíómyndirnar.

Mynd nr.1 (Harry Potter og viskusteininn)

Ég fór á fyrstu myndina með mikilli eftirvæntingu og varð fyrir dálitlum vonbrigðum. Mér fannst leikurinn hjá þeim sem leikur Harry Potter ekki nógu góður og leikstjórinn alveg hörmulegur. Myndin var reyndar dáltið fyndin og spennandi á köflun en inn á milli væmin og leiðinleg. Mér fannst reyndar Richard Harris sem lék Dumbledore alveg frábær og sömuleiðis maðurinn sem lék Hagrid.
Ron og Hermonie voru ekki alveg nó sannfærandi í hlutverkum sínum.
Annars varð ég bara fyrir mjög miklum vonbrigðum með fyrstu myndina.

**/****

Mynd nr.2 (Harry Potter og leyniklefinn)

Eftir að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með fyrstu myndina fannst mér þessi mikið betri. Meiri húmor og spenna og líka betri leikur hjá þeim sem léku Harry Potter,Ron og Hermonie enda orðin þroskaðri. Richard Harris er einfaldlega bara Dumbledore(leitt að hann skyldi vera dáinn) og líka gaurinn sem lék Hagrid. Þessi mynd var bara miklu betri en nr.1

***/****
Ég er æðsti Blautmaður, æðri en þú og þú ert bara blautblaðra skammastu þín.