__________________________________
Harry Potter Og Leyniklefinn
Mynd sem hefur slegið gífurlega í gegn hér á íslandi og í rauninni útum allan heim. Enginn verðu vonsvikinn með þessa mynd enda ekki mörgu sleppt. Þetta er allt öðruvísi mynd heldur en sú fyrsta enda telja margir að fyrsta bókinn/myndin sé bara formáli enda kemur margt fram aftur í bókum nr 2,3 og 4 sem áður var örlítið sagt frá í fyrstu bókinni. Mér finnst sá sem leikur Ron (gæti eitthver sagt mér hvað sá leikari heitir) vera æðislegur leikari og leikur Ron gífurlega vel, hann á auðvelt að láta mann hlæja í þessari mynd enda er svipurinn geggjaður. Manni bregður mikið í þessari mynd og þetta er heldur geggjaðari og ógeðslegra allt í þessari mynd. Ég varð ekki fyrir miklum vonbrigðum með fyrstu myndina en því miður var mörgu skemmtilegu og fyndnu sleppt úr bókinni og það þótti mér leitt, en eins og ég sagði var mynd nr 2 miklu betri en 1 þó að 1 hafi verið góð. Þetta eru bara geggjaðar myndir þótt að mér hafi þótt það leitt að sá sem lék Dumledore sé dáinn og náði ekki að leika í mynd nr 3 (rétt náði að klára 2) en samt sem áður býð ég spennt eftir þeirri mynd, og ég býð einnig spennt eftir bók nr 5 sem ég held að verði eins æðisleg og hinar. Sagt er að hún verði gefin um mitt sumar a.m.k segir höfundur bókanna það J.K Rowling.