Þegar ég byrjaði að lesa hana, sem var um sama kvöld og ég keypti hana gat ég ekki hætt vegna þess að mér fannst bókin alveg frábær og var hún betri en allar mínar björtustu vonir.
Þegar ég var búinn að lesa í um eina klukkustund varð ég að hætta vegna þreytu en gat ekki beðið til næsta kvölds til að lesa áfram. Ég var mjög fljótt búinn með bókina og fannst mér hún alveg frábær og var í rauninni frekar fúll yfir að bókin væri búinn því mér langaði að lesa meira. En þá var ekki annað að gera en að bíða eftir annari bókinni.
Í þessari bók fynnist maður Harry og fjölskyldu hans og í þessari bók kynnist maður líka Weasly fjölskyldunni og sérstaklega Ron, auk hans kynnist maður líka Hermione. Í þessari bók lendir Harry í miklum ævintýrum og er aðalefni þessarar bókar viskusteinninn en þeir sem eru búnir að sjá myndina þekkja alveg söguþráðinnn en ég mæli með að lesa bókina þó maður sé búinn að sjá myndina.
Þegar önnur bókin kom í búðir gat ég ekki beðið eftir að fara og kaupa hana og ég óttaðist mest að bókinn væri uppseld þegar ég loks kæmi á staðinn en sem betur fer var svo ekki.
Ég byrjaði að lesa bókina strax og ég kom heim og las ég í um tvö klukkutíma þangað til að ég ákvað að hvíla mig aðeins á bókinni, en þarna var ég kominn vel áleiðis með hana. Ég hélt áfram um þetta kvöld að lesa bókina og mér fannst að ég gæti lesið endalaust en því miður las ég þangað til að ég var svo þreyttur að ég sofnaði með bókina fyrir framan mig. Ég klárði bókina 4 dögum síðar og útkoman varð frábær, mér fannst þessi bók jafngóð og ef ekki betri en fyrri bókinn.
Í þessari bók lenda Harry og félagar í mörgum ævintýrum en ég nenni varla að fara að lýsa bókinni vegna þess að bíómyndin um bók númer tvö er í bíó, og það vita allir sem hafa séð myndina, nokkurnvegin um hvað bókinn er.
Alveg eins og með hinar tvær bækurnar, var ég rosalega spenntur þegar þriðja bókinn kom í hús í Eymundsson og dreif ég mig á staðinn og keypti eitt eintak af bókinni. Ég dreif mig í að byrja á bókinni og var byrjunin frábær og las og las og las.
Ég kláraði bókina á þremur dögum og fannst mér þetta lang besta bókin af þessum þremur bókum sem höfðu komið út.
Í þessari bók kynnast maður að mínu mati Harry betur og í þessari bók fær maður að vita mun meira um dauða foreldra hans og Harry kynnist guðföður sínum í þessari bók, Sirius Black, sem allir halda að sé morðingi. Í þessari bók er líka nýr kennari í vörn gegn myrkru öflunum, Lupin prófessor og tengist hann bókinni á meiri hátt en bara að vera kennari……..
En ég ætla ekki að eyðileggja bókina fyrir þeim sem ekki eru búnir að lesa hanna þannig að ég stoppa hér.
Þegar bók númer fjögur kom út sá ég strax að hún var miklu þykkari en hinar bækurnar og bjóst ég þá við að þessi bók myndi toppa allt sem yrði toppað þannig að ég byrjaði strax að lesa.
Það vildi svo til að ég var veikur þegar þessi bók kom út þannig ég hafði ekki mikið annað að gera að lesa þannig að ég var ekki lengi að lesa þessar 551 bls sem bókinn er en til að vera nákvæmur þá kláraði ég bókina á 3 dögum og varð ég mjög ánægður með útkomuna en samt sem áður fannst mér hún ekki eins góð og þriðja bókin.
Í þessari bók er aðalefnið eldbikarinn, en í staðinn fyrir að hafa Quiditch mót ákvað Dumledore að hafa þrígaldraleika, en þá koma hinir tveir galdraskólarir og keppa við Hogwartskóla í ýmsum greinum..
Ég veit að þetta er frekar löng grein en það er ekki hægt að lýsa þessum bókum í fáum orðum því það er alltaf eitthvað að gerast…..
ViktorXZ