Helgi og Árni á linuskautar.is sendu mér þetta fyrir all nokkrum tíma og ég ákvað að setja þetta inná Huga fyrir þá sem vissu þetta ekki en athugið eitt, þetta eru ekki allar upplýsingarnar en þær koma allar seinna. Allavega er þetta það sem komið er:

Keppt verður í 3 riðlum

16 og yngri
16 til 20 ára
20 ára og eldri

Allir spila með hjálm og þeir sem eru undir 18 ára verða að spila með fulla grind.
Ef liðsmenn eru á mismunandi aldri þá er það elsti meðlimurinn sem
ákvarðar í hvaða riðli þið spilið t.d þú ert með 5 manna lið og þeir eru á aldrinum 15,14,17,18,21 ára þá spilið þið í 20 ára og eldri riðlinum.

Allir þeir sem eru að spila á mótinu eru á eigin ábyrgð.

Hver leikur er 2 X 20 mín, ekkert klukkustop
Dómari verður í öllum leikjum.
Við hvert brot verður viðkomandi leikmaður að fara útaf í 2 mín.

Þetta er hrein úrsláttarkeppni, þó að liðið tapi fyrsta leiknum hefur það tækifæri til að spila annann.

Liðin:

hvert lið má ekki vera með fleiri en 5 leikmenn. 3 spila inná í einu, skipta má leikmönnum útaf eins oft og hentar.

Keppnisgjöld
kr.5000 á hvert lið.

þetta er það sem komið er enn annars verður öllum þessum upplýsingum póstað á vefinn þegar nær dregur!!:)

Kveðja, MutaNt.
x ice.MutaNt