Reglugerð nr. 4
Grundvallareglur ÍSÍ um ferðalög innanlands og utan
4.1 Íþróttamenn, fararstjórar og þjálfarar skulu ávalt vera til fyrirmyndar um framkomu alla, bindindissemi, hæversku og reglusemi á leikvangi og utan.
4.2 Æðsta vald meðan á ferð stendur hafa fararstjórar. Fararstjóri skal halda dagbók um ferðina og skila skýrslu til hlutaðeigandi eigi síðar en 15 dögum eftir heimkomu. Íþróttamenn og aðrir flokksmenn skulu einnig hlýða þjálfara og öðrum þeim er fararstjóri kann að fá vald.
4.3 Fararstjórar skulu hafa vakandi auga með hegðun flokksmanna og gera þeim aðvart, ef þeir telja einhverju í framkomu þeirra ábótavant og er þeim heimilt að útiloka keppenda / keppendur frá keppni eða sýningu og jafnvel senda þá heim, ef um verulegt brot er að ræða, að áliti fararstjóra, getur fararstjóri kært hina brotlegu til hlutaðeigandi dómstóls til dómsúrskurðar.
4.4 Keppendum er heimilt, þegar heim er komið, að kæra að þeirra dómi óviðeigandi framferði fararstjóra til viðkomandi dómstóls.
4.5 Óskert skal heimild þess aðila, sem að förinni stendur og annarra, sem rétt kunna að hafa til samkvæmt dóms- og refsiákvæðum Í S Í, til refsiaðgerða eftir heimkomu flokks, þótt fararstjóri hafi ekki notað sér heimild 3. greinar.
Tekið af íhí.is