Reglugerð nr. 2
Reglugerð um auglýsingar
Reglugerð um auglýsingar á búningum og búnaði keppenda á mótum á vegum ÍHÍ og auglýsingar á keppnisvöllum. Einstökum félögum innan ÍHÍ er heimilt að auglýsa á búningum og búnaði leikmanna sinna (keppanda, þjálfara og fararstjóra ) samkvæmt eftirfarandi:
2.1 Auglýsing má aðeins varða vörutegundir, vörumerki, þjónustu og fyrirtæki. Hún má ekki ganga í berhögg við anda íþrótta.
2.2 Þá upphæð, sem félag hlýtur fyrir auglýsingu, má aðeins nota til
starfseminnar.
2.3 Auglýsingar á íþróttamannvirkjum skulu vera samkvæmt reglugerð ÍSÍ frá 6. apríl 1995 um auglýsingar v/ íþróttamannvirkja.
2.4 Ef reglur þessar eru brotnar, getur stjórn ÍHÍ dæmt félag til refsingar, veitt því áminningu, ávítur eða sektað það, allt eftir eðli brotsins. Í mjög grófum eða endurteknum tilfellum skal úrskurða félag frá keppni.
Tekið af íhí.is :D