Okkar menn eru auðvitað ekki sáttir við að missa út einn leik en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott því brottfall N-Kóreu tryggir Íslandi áframhaldandi þátttökurétt í 2. deild að ári. Íslenska liðið hefur því keppni á morgun og mætir Mexíkó kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 11:00 í fyrramálið að okkar tíma. Mexíkó tapaði fyrir S-Kóreu 6 - 1 í dag. Ísland hefur einu sinni spilað áður við Mexíkó og lauk þeim leik með jafntefli hér á Íslandi árið 2004. Ísland hefur einnig spilað einu sinni gegn S-Kóreu og það var á Spáni árið 2001 og þeim lauk með 7 - 1 sigri þeirra Kóresku eftir að við höfðum skoraði fyrsta markið.
Í dag spiluðu einnig Ástralía og Ísrael og áhætt að segja að þau úrslit hafi komið á óvart því Ástralir unnu þann leik 4 -1. Við höfum tapað naumt fyrir Ástralíu áður en vonumst nú til að geta velgt þeim undir uggum, en einnig höfum við náð að stríða Ísrael en lið þeirra getur tekið miklum stakkaskiptum á milli ára. Nú virðast þeir ekki vera með sitt sterkasta lið og því aldrei að vita nema möguleikar okkar gegn þeim séu töluverðir.
Hvernig sem fer þá er búist við sterku og skemmtilegu móti og við hokkíunnendur heima á klakanum sendum baráttu kveðjur út til okkar manna. Áfram Ísland!!!
tekið af íhí.is
I ran like hell faster than the wind