Rétt í þessu var að ljúka leik Íslands og Tyrklands. Íslensku stúlkurnar unnu með 12 mörkum gegn 1. Fyrsta leikhluta unnu stelpurnar 3 - 0. Í öðrum leikhluta var það sama upp á teningnum, þ.e. íslenska liðið skoraði þrjú mörk gegn engu marki tyrkjanna. Í síðasta leikhluta komu stelpurnar svo mjög ákveðnar til leiks og vannst hann með sex mörkum gegn einu. Stelpunum hefur því ekki leiðst í lok leiksins, en eins og þeir vita sem hafa farið á heimsmeistarakeppni er þjóðsöngur liðsins sem vann leikinn spilaður. Eftir leik var Flosrún Vaka Jóhannesdóttir valin leikmaður leiksins úr íslenska liðinu.
Mörk Íslands:
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 4
Anna Sonja Ágústsdóttir 3
Hanna Rut Heimisdóttir 1
Sigríður Finnbogadóttir 1
Ingibjörg Guðríður Hjartardóttir 1
Guðrún Blöndal 1
Sólveig Smáradóttir 1
tekið af íhí.is
I ran like hell faster than the wind