Íslenska kvennaliðinu lék í dag gegn Rúmenum í 4. deild heimsmeistarakeppninnar. Leiknum er lokið með sigri Rúmena sem skoruðu 5 mörk gegn 2 mörkum Íslendinganna. Staðan eftir fyrsta þriðjung er 1 - 0 okkar stúlkum í vil. Það var íshokkíkona síðasta árs, Hanna Rut Heimisdóttir, sem skoraði mark Íslands. Í öðrum þriðjung hallaði heldur á okkar konur og staðan eftir hann var 4 - 1 Rúmenum í vil. Lokastaðan var síðan 5 - 2 eins og áður sagði. Anna Sonja Ágústsdóttir var valinn besti leikmaður íslenska liðsins að leik loknum en hún skoraði seinna markið eftir stoðsendingu frá Jónínu Guðbjartsdóttur.
tekið af íhí.is
I ran like hell faster than the wind