Segja má að sóknarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi þegar lið SR-inga og Bjarnarins mættust í gærkvöld og úrslitin voru eftir því. Bjarnarmönnum sárvantaði sigur, í það minnsta jafntefli, til eiga áfram möguleika á að komast í úrslitakeppnina, því má segja að þrátt fyrir að vera undir allan leikinn þá hafi þeir aldrei gefist upp. Á endanum höfðu SR-ingar þó sigur en þeir skoruðu 9 mörk gegn 8 mörkum gestanna. Strax á annarri mínútu kom kínafarinn Egill Þormóðsson SR-ingum yfir og fljótlega bætti Daniel Kolar öðru marki við og sumir SR-ingar voru farnir að sjá fram á markaveislu í Laugardalnum. Á 18. mínútu leiksins náði Sergei Zak hinsvegar að laga stöðuna fyrir Bjarnarmenn og staðan því 2 - 1 (7 - 20) eftir fyrsta þriðjung. Segja má að önnur lota hafi verið svipuð þeirri fyrstu, SR-ingar leiddu og Bjarnarmenn eltu. Þriðjungurinn endaði 3 - 2 SR-ingum í vil (12 - 16) en áfram voru það Bjarnamenn sem áttu fleiri skot á mark. Í síðasta leikhlutanum komust Bjarnarmenn nálægt því að jafna og til að auka möguleika sína tóku þeir Alexi markmann útaf og bættu við mann í sóknina. Ekki gekk þessi áhætta upp sem skyldi því SR-ingar náðu pökknum og skoruðu í autt markið hjá Bjarnarmönnum. Leikhlutinn endaði 4 - 5 (8 - 12) Bjarnarmönnum í vil og segja má að þessi markaleikur hafi verið hin ágætasta skemmtun og gaman að sjá framtíðarleikmenn einsog Egil Þormóðsson og Birgi Jakob Hansen sýna góða takta. Með sigrinum náðu SR-ingar færðust SR-ingar nær því takmarki sínu að tryggja sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni en norðanmann eygja samt enn möguleika á honum.
Mörk/stoðsendingar SR:
Daniel Kolar 2/1
Egill Þormóðsson 2/0
Gauti Þormóðsson 1/0
Stefán Hrafnsson 1/1
Mirek Krivanek 1/1
Ragnar Kristjánsson 1/0
Kári Valsson 1/0
Svavar Rúnarsson 0/2
Brottvísanir: 49 mín. Fjöldi: 13
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Birgir Jakob Hansen 3/0
Daði Örn Heimisson 1/3
Sergei Zak 1/0
Matthías S. Sigurðsson 1/0
Gunnar Guðmundsson 1/0
Kópur Guðjónsson 1/0
Trausti Bergamann 0/2
Vilhelm Már Bjarnason 0/2
Kolbeinn Sveinbjarnarson 0/2
Brottvísanir: 66 mín Fjöldi: 9
Tölur innan sviga hér að ofan eru skot á mark.
tekið af íhí.is
I ran like hell faster than the wind