Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið.

Hollweg vankaðist við höggið og hlaut skurð á kinnina sem þurfti að sauma saman. Hann náði þó að halda leik áfram en gat ekki beitt sér af fullum krafti.

Bannið er það lengsta sem dæmt hefur verið í sögu NHL-deildarinnar. Enn eru 15 leikir eftir að hefðbundnu tímabili en fari svo að Islanders komist alla leið í úrslit deildarinnar þarf liðið að fara í gegnum allt að 28 leiki í úrslitakeppni. Simon fær ekki að taka þátt í neinum þessara leikja. Fari svo að Islanders komist ekki í úrslitakeppnina mun Simon vera í banni í upphafi næsta tímabilsins, því dómur aganefndarinnar kveður á um að bannið skuli vera að lágmarki 20 leikir.

“NHL-deildin mun ekki líða slíka framkomu hjá nokkrum leikmanni. Afleiðingar gjörða hans eru þær að hann mun ekki spila einn einasta leik til viðbótar á þessari leiktíð, óháð því hversu margir leikir það verða,” sagði Colin Campbell, framkvæmdastjóri NHL-deildarinnar í dag.

Simon baðst afsökunar á framferði sínu eftir leikinn og kvaðst ánægður með að Hollweg hefði ekki slasast alvarlega. “Ég vil biðja alla hlutaðeigandi afsökunar. Ég skammast mín fyrir gjörðir mínar,” sagði Simon.

tekið af vísi.is

hérna er svo myndbnadið!

http://www.youtube.com/watch?v=esETGHljQi4
I ran like hell faster than the wind