Íþróttaráði Akureyrar barst nýlega erindi frá stjórn Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir því að bæjaryfirvöld á Akureyri taki til skoðunar að leggja ÍHÍ lið til að halda heimsmeistarakeppni kvenna í íshokkí á Akureyri vorið 2008 og að Skautafélaginu verði gert kleift að ráðast í þær framkvæmdir á Skautahöllinni sem teljast nauðsynlegar.

Íþróttaráð ræddi mál þetta á síðasta fundi sínum og fagnaði áformum Íshokkísambands Íslands um að halda mótið. Ráðið hefur óskað eftir því við bæjarráð að ,,skoðuð verði sérstök fjárveiting vegna undirbúnings og framkvæmda á heimsmeistaramótinu en felur deildarstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum um einstaka framkvæmdaliði og kostnað þeirra og leggja fyrir bæjarráð," eins og segir í fundargerð.


tekið af akureyri.net held að þetta sé slóðin farið þá bara inná www.sasport.is
I ran like hell faster than the wind