Bæði lið fóru heldur hikandi af stað í leikinn og erfitt að greina í upphafi hvort liðið væri sterkara. Skot á mörk voru svipuð og liðin skiptust á að sækja. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr á 13. mínútu leiksins en þá skoraði Kolbeinn Sveinbjarnarson eftir sendingu frá Þorsteini Björnssyni. Nokkrum mínútum síðar bætti svo Mattías Sigurðsson við öðrum marki í power play eftir sendingu frá Agli Þormóðssyni og svo aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði fyrirliðinn Þorsteinn Björnsson með lúmsku skoti í gegnum traffík eftir sendingu frá Gunnlaugi Karlssyni. Á stuttum tíma var staðan orðin vænleg og hún hélst til loka lotunnar 3 – 0.

Í 2. lotu var mikið jafnræði með liðunum en eina markið skoraði Mattías Sigurðsson eftir sendingar frá þeim Agli Þormóðssyni og Orra Blöndal. Markið var eins og endurtekning fyrra marks Mattíasar, þar sem hann fer aftur fyrir markið og rennir sér svo afturábak fram fyrir markið til hliðar og setur pökkinn snyrtilega fram hjá ný-sjálensku markverjunni.

Þegar liðin stigu á ísinn í upphafi 3. og síðustu lotunnar var staðan þá orðin 4 – 0 okkur í vil og menn orðnir heldur öryggir um sigur. Ný-Sjálendingarnir gengu á lagið og voru í raun betri aðilinn í lotunni, skoruðu tvö mörk gegn einu marki frá okkur. Það kom þó ekki að sök, sigurinn var okkar með 5 mörkum gegn 2. Síðasta mark íslenska liðsins skoraði Andri Hauksson eftir góða vinnu í sóknarsvæðinu.

Með þessum sigri tryggði íslenska liðið sér a.m.k. 3. sæti á mótinu en til þess að komast uppúr riðlinum þurfum við að komast í efstu tvö sætin.

Þorsteinn Björnsson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins að leik loknum en hann var stöðugt ógnandi í sókninni og lagði upp mörg marktækifæri fyrir samherja sína.

Mörk / stoðsendingar
Mattías Sigurðsson 2/0, Þorsteinn Björnsson 1/1, Egill Þormóðsson 0/2, Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/0, Andri Hauksson 1/0, Orri Blöndal 0/1

Brottvísanir Ísland: 22 mín
Brottvísanir N-Sjáland: 18 mín


tekið af íhí.is
I ran like hell faster than the wind