þetta er regla numer 234 í lögum íhí og er um markmannshjálma :)
234 – MARKMANNSHJÁLMUR OG GRIND
Allir markmenn verða að vera með heila grind og íshokkíhjálm eða sérgerðan markmannshjálm með heilli grind samkvæmt viðurkenndum alþjóðlegum stöðlum.
Andlitsgrindur í meistaraflokki og undir 20 ára verða að vera þannig að hvorki pökkur eða kylfublað komist í gegnum grindina.
Túlkun:
Undir þessari reglu getur dómari fyrirvaralaust gefið markmanni litla dóm 2 mínútur fyrir það að tefja leikinn ef hann (dómarinn) telur að markmaðurinn hafi viljandi tekið af sér hjálminn eða opnað grindina til þess að reyna að stöðva leikinn.