Í kvöld fór fram leikur í kvennaflokki á Akureyri. Björninn átti óskabyrjun og skoraði fyrsta mark leiksins þegar aðeins 17 sekúndur voru liðnar af leiknum. SA jafnaði leikinn þegar um 4 mínútur voru til loka lotunnar og ekki urðu mörkin fleiri í lotunni. SA byrjaði 2. lotu með svipuðum hætti og Björninn byrjaði þá fyrstu en fyrsta markið leit dagsins ljós eftir 19. sekúndur. Það tók síðan Björninn ekki nema 11 sekúndur að jafna leikinn og allt leit út fyrir spennandi leik. Úr því rættist þó ekki og heimastúlkur sigu nú frammúr og bættu við þremur mörkum til viðbótar fyrir lok lotunnar án þess að Björninn svaraði fyrir sig og því var staðan orðin 5 – 2 fyrir SA þegar 3. lota hófst. Síðasta lotan var heldur tíðindalítil en eina mark lotunnar átti SA og tryggðu sér þar með sigurinn með 6 mörkum gegn 2.
SA hefur þá enn sem komið er ekki tapað leik í vetur í kvennaflokki og tryggðu sér með þessum sigri Íslandsmeistaratitilinn. Alls munu liðin þó leika 10 leiki í vetur, leikurinn í kvöld var sá sjötti og því eru fjórir leikir eftir.

Mörk / stoðsendingar

SA: Sarah Smiley 3/1, Jónína Guðbjartsdóttir 0/1, Sólveig Smáradóttir 1/0, Vigdís Aradóttir 1/0, Sigrún Sigmundsdóttir 1/0, Rósa Guðjónsdóttir 0/1.
Björninn: Flosrún Vaka 2/0, Sigríður Finnbogadóttir 0/1

Brottvísanir

SA: 10 mín
Björninn: 8 mín
Aðaldómari: Andri Magnússon
Línudómarar: Arnaldur Magnússon og Leonard Jóhannsson


Ég óska þeim bara til hamingju. ATH: þetta er tekið af www.íhí.is
I ran like hell faster than the wind