Sá að fólk var ekki alveg með það á hreinu hvað væri í gangi þannig mér langaði bara að deila þessu með ykkur !

Stjórn ÍHÍ - ályktun.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á síðasta stjórnarfundi í ÍHÍ:

Að gefnu tilefni vill stjórn Íshokkísambands Íslands koma eftirfarandi á framfæri við aðildarfélög sín. Að undanförnu hefur borið á því að einstaka áhorfandi á íshokkíleikjum hefur ráðist með grófu orðbragði að starfsmönnum leikja og/eða leikmönnum liða og farið langt yfir þau mörk sem eðlileg geta talist. Áhorfendur, sumir hverjir barnungir, og starfsmenn liða hafa of oft þurft að hlutsta á orðbragð sem er ekki sæmandi fullorðnu fólki. Stjórn ÍHÍ telur að þetta sé mjög ámælisvert og íþróttinni alls ekki til framdráttar. Stjórn ÍHÍ beinir því til aðildarfélaga sinna að gæsla á leikjum félaganna verði aukin. Þeim áhorfendum er haga sér með þessum hætti verði gefin aðvörun um að háttalag þeirra verði ekki liðið, dugi það ekki til verði þeim sem slíkt háttalag sýna vísað úr húsi.


Hvað finnst svo fólki um þetta ?