sjónvarp
Nýlega byrjaði síminn að gefa út einhverja spes adsl myndlykla. Svaka flott dót og allt það, margar stöðvar og svona. Og þar á meðal var stöðin NASN, sem sýndi hokkí. Ég var heldur betur glaður þegar ég frétti af þessu, og ákvað strax að fjárfesta í einum. Reyndar dróst það eitthvað en það varð mér til happs. Það kemur í ljós að Það er hætt að sýna hokkí á þessari stöð (stöðin var tekin út eða klippt út leikirnir) vegna þess að Sýn er sko með einkarétt á sýningu erlendra hokkídeilda. Ég segi nú bara SVEI! þeir sýna ALDREI hokkí. Nú kom síminn með gott framtak og þarna voru oft margir leikir á dag. en nei, sýn á þetta. Sýn má nú bara fara í rassgat með þetta einkaleyfi sitt. Ég kvarta.