Auðvitað má það ekki frekar en í formúlu 1.
Í NHL er þetta því miður orðinn partur að sölumennskunni að hokkímenn sláist og dómar fara minnkandi, ekki gott að mínu mati.
NHL er atvinnumannadeild og hugsunun er sú að fyrst þeir vinna við þetta þá verði þeir að geta bjargað sér á ísnum.
Dómararnir leggja sjálfa sig ekki í hættu við að reyna að stoppa 2 hálfvita sem eru að slást og greinilega báðir til í slaginn.
Meðan báðir standa í skautana og lemja gera dómararnir ekki neitt, en um leið og þeir eru komnir niður á ísinn stökkva dómararnir inn og stöðva þá.
Einnig stíga dómararnir inn ef annar þeirra er greinilega kominn í hættulega stöðu gagnvart hinum, til að reyna að koma í veg fyrir að hann slasist. Síðan eru þeir einfaldlega sendir í boxið eða beint í sturtu, ef hanskarnir fara af þeim og þeir slást án þeirra held ég að þeir fari sjálfkrafa út úr leiknum, allavega er það svo hér á Íslandi .
massi