Ég vil nú byrja á að taka fram að ég virði áhuga Gulla mikið og það sem hann er að reyna að gera fyrir íþróttina með því að koma hokkíi inn í fréttatíma og morgunsjónvarp.
Málið er að sumt sem hann gerir er ekki til að hjálpa íþróttinni, má þar nefna viðtal við Gústa Ásgríms með ónýtt andlit eftir að fá pökk í andlitið í fyrra, og nú síðast í morgun sá ég samantekt af árekstrum, ákeyrslum og tékkum úr leik SR og Bjarnarins um daginn. Flest þeirra að sjálfsögðu óþörf og asnaleg, þótt sum þeirra væru bara partur af leiknum.
Þetta er kanski ekki alveg auglýsingin sem íþróttin þarf í dag, ofbeldi og áverkar. Ekki til að laða fólk að, þá allavega ekki rétta fólkið….eða hvað?
Annars er mjög gott að sjá að hokkí er komið með nánast fastan sess í fréttatímum, nú er sýnt frá leikjum nánast í hverri viku og ég veit að það hefur kostað mikla vinnu.
Hokkí er göfug íþrótt og við megum ekki láta líta út fyrir að þetta sé einhver ofbeldisíþrótt, því það er íshokkí ekki. Það eru bara of margir sem halda það :o)
massi