Faðir listdansara kvartar undan hommatali hokkíþjálfara
Það var nú einmitt það sem hokkí á Íslandi þarf eftir linnulausa umfjöllun vegna ofbeldis í okkar góðu íþrótt, að formaður íshokkídeildar eins af liðunum okkar sé sakaður um að tala niður til systuríþróttarinnar og homma í sömu setningunni, og enda svo á forsíðum blaðanna fyrir.
Það versta er að Magnúsi er vel trúandi til að vera ánægður með að ná á forsíðuna, handviss um að hann hafi gert allt rétt og sagt allt rétt.
Ef menn ætla að vera í einhverjum ábirgðastöðum í íþróttastarfi þá verða menn allavega að hafa smá snert af sómatilfinningu og láta svona hluti ekki út úr sér, það kemur bara með starfinu að mega ekki blaðra ábirgðarlaust eins og bjánar.
Það er reyndar tekið fram að Magnús hefur beðið föður drengsins afsökunar þ.a. hann hefur áttað sig á þessu rugli í sér, þótt það hafi verið of seint.
Ég er farinn að skilja vel að foreldarar sem lesa í fréttum að hokkí sé bara ofbeldis-tannbrota-hommahatara-íþrótt uppfull af óíþróttamannslegri hegðun horfi síður til íshokkís þegar börnin langar til að prófa nýja íþrótt.
Við verðum að fara að haga okkur almennt betur í kring um íshokkí á Íslandi ef við viljum ná framför (nema menn séu sáttir við að allir sem æfa komast í landsliðin, því það æfa svo fáir).
massi