Mér finnst persónulega að aganefndin sé eitthvað smeyk við að dæma sömu menn í bann tvo leiki í röð… smeyk við að taka virkilega á málunum.
Þetta er reyndar ekki það eina sem ég set út á í nýlegum úrskurðum aganefndar, kannski helst það sem vantar í þá. Mér finnst t.d. mjög alvarlegt að berja mótherja í bakið með kylfu og skrýtið að sjá ekki bann vegna þess.
Enn og aftur spyr ég, finnst ykkur vera tekið á þessum agavandamálum með nógu mikilli hörku?
PS. ég frábið mér því að vera sakaður um að halla á einhverja aðila eða lið, finnst við þurfa að ræða þetta svona þver-hokkí-politískt, orð eru til alls fyrst.
Í guðana bænum ekki fara að blanda dómgæslu inn í þetta, það er nóg búið að ræða þá vitleysu hér.
Úrskurðir aganefndar ÍHÍ
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“