Hér er smá úrdráttur úr reglugerð ÍHÍ:


6.1 Sérhvert félag sem tilkynnir þátttöku i mótum á vegum ISS
öðlast ekki þátttökurétt fyrr en það hefur:
A) Íshokkí: Tilnefnt virka dómara til að dæma fyrir þess
hönd. 3 í íshokkíleikjum ef lið er tilkynnt í íshokkímót.
Mótanefnd sér um að útvega dómara á öll mót.
6.2 Dómari sem tilnefndur hefur verið má ekki vera keppandi í viðkomandi móti, þjálfari eða foreldri keppenda.


Er hægt að búast við því að hokkíið hérna á Íslandi þróist eithvað á meðan stjórn ÍHÍ fer ekki eftir sínum eigin reglum.
það er ekki hægt að búast við því að leikmenn félaganna fari eftir settum reglum á meðan ÍHÍ og aðildarfélög fara sjálf ekki eftir settum reglum.

Ég er á engan hátt að reyna réttlæta brot leikmanna á ísnum og eiga þeir að sýna af sér betri mann og hætta þessum asnaskap, þetta er engan vegin íþróttinni til framdráttar og er hreinlega leiðinlegt að horfa á leikina bæði vegna leikmanna og dómara.

Peace Out…..