Einnig með asthma lyf. Ef íþróttarfólk er að nota berkjuvíkkandi lyf, eins og t.d. Serevent, Seretide og Oxis, þá eiga þau í hættu að falla á lyfjaprófi þar sem þetta fellur undir lyf sem er hægt að nota til að auka súrefnisupptöku og þar af leiðandi auka þol.
Einnig ef fólk með asthma notar barkstera til að minnka bólgu í öndunarvegi (eða til að fyrirbyggja bólgu) þá þarf það að vera á varðbergi.
Það er alltaf hægt að fá undanþágu frá ÍSÍ ef fólk er að nota lyf (samkvæmt læknisráði) þó að það innihaldi bannað efni. En það þarf að sækja um það áður en maður lentir í prófi. Hægt er að fá eyðiblöðin á netinu frá ÍSÍ.