MutaNt SKAMM!! ekki búin að fylgjast með ?
Allt í NHL er í fokki og ef þeir ná ekki að leysa þessa deilu fyrir Janúar þá verður ekkert NHL tímabil =S… bara ef það væri svo gott fyrir grunnskólana hér =) hehe.
————————————————
Evrópskar íshokkídeildir njóta góðs af verkfallinu í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Alls hafa 150 leikmenn lagt leið sína yfir hafið til að leyfa liðum á meginlandinu að njóta krafta sinna. Allir geta þeir snúið til sinna liða í NHL ef verkfallinu lýkur nema Svíinn Peter Forsberg sem ætlar að leika heilt tímabil með Modo í heimalandi sínu.
Flestir leikmenn réðu sig í tékknesku deildina eða 47 talsins en 30 munu leika í sænsku deildinni.
————————————————
Það eru fleiri en íslenskir kennarar sem eru í verkfalli. Ekkert hefur verið spilað í NHL-deildinni í íshokkí það sem af er vetri og eru flestir sammála um að ekkert verði spilað á leiktíðinni. Hafa skautahallir stórliðanna þegar verið leigðar út frá og með desember og verður eftir það illmögulegt að koma deildinni á fót aftur jafnvel þó eigendur og leikmenn nái samkomulagi.
————————————————-
Það hvorki gengur né rekur í NHL-deilunni í Bandaríkjunum. Eigendur NHL-liða hafa farið fram á launalækkun leikmanna til að reksturinn geti orðið arðbær á ný. Þetta hefur orðið til þess að leikmenn hafa flúið umvörpum til Evrópu og eru nú 200 leikmenn búnir að gera samninga við lið í Evrópu. Ekki er útséð hvenær samningar nást og leikbannið tekur enda en báðir aðilar eru staðráðnir í að halda sínu markmiði til streitu. Íshokkíunnendur vestra gætu því horft fram á gúrkutíð vel fram á næsta ár.
————————————————
Stjörnuleiknum var líka frestað :(:
Gary Bettman, framkvæmdastjóri NHL hefur aflýst stjörnuleik deildarinnar sem fara átti fram á næsta ári. Ákvörðunin staðfestir endanlega að ekkert verði leikið í deildinni í vetur og sitja því íshokkíunnendur eftir með sárt ennið. “Að aflýsa sjálfum stjörnuleiknum er algjör skömm,” sagði Jeremy Roenick, leikmaður Philadelphia Flyers.