Skráð hefur verið til keppni kvennalandslið íslands, þetta er þvílíkt stökk fyrir kvenna hokký hérna á klakanum og vonandi fáum við fleiri stelpur inn í sportið fyrir vikið.
Svo stelpur sem hafa áhuga á Íshokkíi endilega kynnið ykkur sportið ma. í gegnum mig ss_nike@hotmail.com og einnig með því að fara inn á heimasíður liðanna þriggja sem eru hérna á ísl.
www.icehockey.is = Skautafélag Akureyrar
www.skautafelag.is = Skautafélag Reykjavíkur
www.bjorninn.com = Skautafélag Bjarnarins
það er eitt lið í vestmannaeyjum sem er vonandi á hraðri uppleið ég þekki það ekki mjög vel, ég held þeir spili bara street hokkí eins og er, en ég hlakka mjög til þess þegar þeir koma inn í deildina. þeir heita Jakarnir held ég. (endilega þeir sem vita meira um þá (ef þeir heita jakarnir)) endilega leiðréttið mig og sendið upplýsingar um þá.
Inn á heimasíðunum getið þið sent inn fyrirspurnir um hvað sem er tengdu íshokkíi.
Ykkur er tekið mjög vel af öllum félögum.
Það er rosalega gaman að æfa hokkí og félagskapurinn í kringum það er líka alveg rosalega skrautlegur og skemmtilegur.

Vonandi sjáum við sem flestar nýjar stelpur á ísnum í vetur.