Þetta er áhugavert og vonandi verður þetta félag stofnað sem fyrst :)
Fyrsti íshokkíleikurinn á Hornafirði svo vitað sé var leikinn í gær. feðgarnir Ásgrímur og Ari Þorsteinsson hafa flutt hafa þessa íþróttagrein inn frá Kanada en Ásgrímur æfði íshokkí áður en fjölskyldan flutti heim til Hafnar á síðasta ári.
Ari segist í samtali við vefmiðilinn horn.is hafa átt tvö mörk og tvo markmannsbúninga en töluvert af búnaði þarf í þessari grein, hraðin er mikill og nauðsynlegt að hafa góðar hlífar.
Fyrirhugað er að stofna Skautafélag Hornafjarðar og segir Ari að félagið muni starfa í tveimur deildum, íshohhídeild og listdansdeild.
Tekið af MBL.is