wow… rólegir með yfirlýsingarnar….
Fyrir það fyrsta, Siggi, þá voru það við ,ÉG og ÞÚ, sem stóðum í þeim miklu planleggingum fyrir síðasta sumar.
Mér finnst ömurlegt að þú skulir reyna að draga það fram að úrsögn Magga Jónasar hafi eitthvað haft með það að gera að ekkert gerðist í sumar. Það kom þessum nákvæmlega ekkert við.
Ég skal viðurkenna það að þetta sé stór partur mitt klúður. Við höfðum stór plön, kannski of stór, sem kostaði mikla vinnu til að ná almennilega í gegn. Menn frá öllum liðum voru settir í nefnd á vegum ÍHÍ sem átti að vinna að þessu og allir þeir sem í henni voru að vel að vilja gerðir.
En þegar líða tók á sumarið þá kom ýmisslegt í ljós sem orsakaði það að allar þær áætlanir sem gerðar voru stóðust engan veginn.
Mönnum voru sett verkefni til að vinna og undirbúa þetta mót eða móta-röð, en síðan var ekkert gert. Það þíðir ekkert að vinna svona hluti til hálfs.
Ég get sagt það með góðri samvisku að að þeir einu sem gerðu eitthvað af viti í þessari nefnd voru 2 gaurar, einn í RVK hinn í Eyjum.
Einnig voru þeir styrktaraðillar sem áttu að vera með okkur í þessu stóðu ekki við sín stóru orð, það er svon annar hluti. Ekki getum við verið að leggja út stórfé til að reyna að koma þessu á koppinn.
Ég get bara sagt eitt og það er að næsta sumar verður massívt línuskautasumar og því fleiri sem taka þátt í þessu því betra.
En EKKI undir neinum kringumstæðum reyna það að tengja þau mál sem eru að gerast í ÍHÍ við það klúður sem var síðasta sumar. Það kemur málinu nákvæmlega ekkert við.
Maggi Jónasar á margar þakkir skilið fyrir það starf sem hann hefur unnið í gegnum tíðina en hann á ekki allan heiðurinn, svo mikið er ljóst.