Hvað ætla fólkið í Birninum að gera í vetur?? Þeir eru ekki búnir að láta neitt heyra í sér varðandi íslandsmótið og sá frestur rann út held ég þann 10.sept og ekkert hefur gerst!!
Svo er maður að Brekinn er farinn til DK og ætlar að reya fyrir sér það og ætli ekki að vera með í landsliðinu í vetur þegar heimsmeistaramótið er hérna heima. Hver er meiningin ?
S.s ef Björninn ætlar ekki að vera með.. þá munu líklega SR og SA bara spila í vetur og við hverja ætla Björninn að spila?? …sjálfan sig kannski? vera með Björninn-Cup út allan veturinn. Ég er ekki að sjá að þessi þvermóðska sé að þjónan neinum tilgangi.. hvorki Birninum né öðrum.
Ef einhver getur komið með greinagóða útskýringu á þessari hegðun þá væri gaman að fá hana hér. Ég auglýsi eftir henni hér með… og ég nenni ekki að fá þessa lummu-útskýringu um að það sé samsæri í þessum andarpolli sem íslenskt hokkí er.
Varðandi þetta ágæta bréf sem var sett hérna á vefinn “Frá Stjórn Bjarnarins” þá var þessu bréfi svarað af ÍSÍ og það sent til föðurhúsana…. ekki var svarið birt hér og engin ástæða til þar sem þessi ágæta vefsíða er ekki sá vettvangur sem á að vera ræða þessi mál.