Ég reikna nú með að þú hafir meira vit á hokkí og alveg örugglega mun betrien ég, en ég veit líka talsvert meira um listhlaup á skautum.
Tennurnar eru EKKI til að spyrna sér áfram á listhlaupaskautum heldur til að stökkva á.
Grunnatriðin eru þau sömu, þ.e. tæknin við það að skauta, í listhlaupi er bara lögð mun meiri áhersla á að skauta rétt og vel, enda er það hlutur sem dómarar horfa á í mótum og eru til lækkunar ef ekki er skautað rétt.
Ég er ekki að tala um að enginn íshokkíþjálfari geti kennt þessi atriði, frekar að hér heima (og víðast) er mikill munur á því hvar áherslan liggur í þjálfuninni (auk þess sem hver íshokkíþjálfari er sennilega með 2falt fleiri nemendur í einu).
Auðvitað er hverjum frjálst að haga æfingum sinna krakka eins og þeir vilja, en ég var að benda þeirri sem lagði inn fyrirspurnina á það að með 3ja (eða 4ra) ára krakka væri ekki vitlaust og skoða listhlaupið fyrst til að einbeita sér að grunninum og tækninni áður en kylfa og pekkir kæmu til sögunnar.
Ég er með 2 krakka í skautaíþróttinni og þau voru bæði í listhlaupi síðasta vetur, gaurinn er þokkalega á leið í hokkíið og fagna ég því, en næsta vetur verður hann í báðun íþróttunum :)
massi
P.S. þú ættir að athuga hvort “lærði” listhlaupaþjálfarinn hafi nokkuð verið að hrekkja þig :D