Stórkostlegt lið, aðeins 3ja ára (að nafninu til) eru Minnesota Wild búnir að skrá sig í sögubækur NHL, engu liði hefur áður tekist að vinna sigur eftir að hafa verið 3-1 undir í sömu úrslitakeppni 2svar sinnum.
Með því að slá Vancouver Canucks út komu þeir einnig í veg fyrir að 2 kanadísk lið gætu spilað úrslitaleik um Stanley-bikarinn síðan Calgary vann Montreal 1989.
Canucks komust í 2-0 og sóttu mun meira, en Wild notuðu öll tækifæri að vanda, áttu 16 skot að marki og skoruðu úr 4 þeirra þ.a. niðurstaðan var 4-2 og Minnesota mætir Anaheim Öndunum í næstu rimmu.
Wild á heimaleikjaréttinn í þeirri rimmu þar sem þeir enduðu í 6. sæti Vesturdeildarinnar, Ducks enduðu í 7. sæti og mig minnir jafnvel að þau hafi orðið jöfn að stigum :) Þetta verður æðisleg rimma en því miður mun einvígið sem ég tel skera úr um hver vinnur Stanley bikarinn falla nánast í skuggann, en NJ Devils og Ottawa Senators eigast við í úrslitum Austurdeildarinnar.
SNILLLLLD!!!
massi