Næstu helgi verður mót á Akureyri sem er minningarmót um Mario Kristinsson, keppt verður í listhlaupi, íshokkí og krullu.
Ástæðan fyrir því að mótinu er flýtt er sú að maðurinn hennar verður ekki á landinu helgina sem upprunalega átti að halda það.
Keppt verður í “Oldboys” íshokkí um Sveinsbikarinn sem er til minningar um “Svein Bakara” helgina 11-13 apríl eins og til stóð, hugmyndin var að hafa þessi tvö mót sömu helgina en það gekk ekki eftir.
Annars sýnist mér mótið næstu helgi ætla að verða minna en til stóð, kanski vegna þess að margir þeirra sem koma að skipulagningu fyrir hokkídeildir félaganna eru nýkomnir heim frá Búlgaríu eftir HM, og flestir ef ekki allir þjálfarar listhlaupadeildar SR eru að keppa á HM í Kanada þessa sömu helgi.
Vona samt að mótið gangi vel, þau eru ekki of mörg yfir árið hvort sem er.
massi