karlalandsliðið.
Nú eru einungis fjórir dagar þar til 2. deild HM í hokkí hefst í Sofíu í Búlgaríu og mun landsliðið halda utan á sunnudagsmorguninn. Staðsetningin er kannski ekki sú heppilegasta því líkt og Írak, þá á Búlgaría landamæri að Tyrklandi. Meiningin er þó að halda sig að mestu frá öllum stríðsátökum á leiðinni.
Landsliðsþjálfararnir Peter Bolin og Patrick Flynn hafa nú loksins valið endanlegt lið en það reyndist þrautin þyngri að reka endahnútinn á valið. Leikmenn liðsins eru:
Markmenn
Gunnlaugur Björnsson SR
Birgir Örn Sveinsson SA
Varnarmenn
Björn Már Jakobsson SA
Birkir Árnason SA
Ágúst Ásgrímsson SR
Guðmundur Rúnarsson SR
Guðmundur Björgvinsson SR
Ingvar Þór Jónsson SR
Sóknarmenn
Jón Gíslason SA
Sigurður Sigurðsson SA
Rúnar Rúnarsson SA
Stefán Hrafnsson SA
Jón Ingi Hallgrímsson SA
Hallur Árnason SR
Helgi Páll Þórisson SR
James Devine SR
Daði Örn Heimsson Birninum
Jónas Breki Magnússon Birninum
Árni Bergþórsson Kanada
Alls eru leikmennirnir 19 talsins sem valdir hafa verið til fararinnar. 8 leikmenn koma frá Skautafélagi Akureyrar, 8 leikmenn koma frá Skautafélagi Reykjavíkur, 2 koma frá Birninum og einn kemur frá Kanada.
Töluverðar breytingar hafa orðið á liðinu frá því í fyrra en SR-ingarnir Elvar Jónsteinsson og Jónas Rafn Stefánsson eru ekki með að þessu sinni. Elvar meiddist í úrslitakeppninni en Jónas er víst búinn að hengja upp skautana vegna þrálátra hnémeiðsla.
Hinn sænskættaði Stefán Tómasson er ekki í liðinu að þessu sinni og sömu sögu má segja um Sigurð Sveinbjarnarson og Ísak Ómarsson. Markverjan Jón Trausti Guðmundsson fór einnig í fyrra en ekki nú.
Nýliðar eru að þessu sinni þrír; Guðmundur Björgvinsson úr Skautafélagi Reykjavíkur og Akureyringarnir Jón Ingi Hallgrímsson og Birkir Árnason. Þeir tveir síðarnefndu ná einnig þeim einstaka árangri að vera leikmenn allra landsliðanna þriggja - þeir einu sem afreka það þetta árið.
James Devine hefur nú endurheimt sæti sitt í liðinu eftir að hafa dottið út í eitt ár en að öðru leyti er liðið óbreytt og stór hluti liðsins hefur spilað með frá upphafi þ.e.a.s. síðan 1999 þegar fyrsta fullorðinslandsliðið var sett á laggirnar.
Þetta er tekið af icehockey.is