Ég veðja á að meistararnir (Detroit) taki þetta, eftir að rúlla í hlutlausum gegnum deildina í allan vetur er allt að fara í gang í HockeyTown.
Smá upptalning á þessum hetjum skýrir kanski hvers vegna ég hef trú á þeim, tel bara þá helstu en það er dáltið erfitt að stoppa.
Brett Hull
38 ára, hægri vængur, 2 Stanleyar, 712 mörk, 1.314 stig, 100 mörk í úrslitakeppninni.
Brendan Shanahan
34 ára, Vinstri vængur, 2 Stanleyar, 530 mörk, 1.091 stig.
Igor Larionov
42 ára center og enginn vill lenda í honum, 10 ár samfleytt í rússneska landsliðinu og eftir það 15 ár í NHL => 25 ár í toppformi.
Luc Robitaille
37 ára, vinstri vængur, 1 Stanley, 628 mörk, 1.361 stig, Calder(nýliði ársins) 1987.
Steve Yzerman
37 ára, center, 658 mörk, 1.666 stig!, 16 ár samfellt fyrirliði (lengst í NHL), 3 Stanleyar, 1 MVP.
Sergei Fedorov
33 ára, center, 392 mörk, 939 stig, 3 Stanleyar, 1 Selke (besti varnar-framherji NHL)
Chris Chelios
41 árs, varnarmaður, 2 Stanleyar, 3 Norrisar (besti varnarmaður), 891 stig.
Mathieu Schneider
33 ára, varnarmaður, 1 Stanley, 500 stig.
Gamlir kallar? Held ekki, unnu Stanley-bikarinn í fyrra og eru rétt að fara í gang núna, þeir vita alveg hvernig á að vinna aftur.
massi