Gaman að leik sem ég sá á miðvikudagskvöldið, Minesota Wild settu bara 4 mörk á ráðþrota leikmenn Stjarnanna frá Dallas á fyrstu 15 mínútunum (á átta mínútna kafla reyndar).
Ekki alveg það sem maður reiknaði með þegar leikurinn byrjaði, en samt alveg brilliant leikhluti, Wild spiluðu ótrúlega hratt og grimmt hokkí (með menn eins og Marian Gaborik, fljótasta mann deildarinnar innanborðs) og skildu Dallas hreinlega eftir hvað eftir annað.
Ron Tugnutt markverja fór beint á bekkinn eftir 20 mín, hafði ekki fengið mark á sig í síðustu 2 leikjum, og viti menn, á bekknum fékk hann loksins að snerta pökkinn, fékk hann beint í hausinn og nokkur spor í hnakkann í verðlaun, ekki gott kvöld fyrir hann.
Dallas Kom þó til baka og Jason Arnott sem veit alveg hvað það er að spila til sigurs lagði upp mark fyrir Lethinen í byrjun 3. leikhluta og setti svo eitt sjálfur 5 mínútum seinna, lokastaða 4-2 fyrir Wild.
Minesota Wild er lið sem springur út með reglulegu millibili og þá stoppar þá enginn, gaman væri að sjá þá detta í stuð í úrslitakeppninni og sjá hvað þeir næðu langt, þetta er fljótasta lið sem ég hef séð lengi.
Rosalega hlakka ég til úrslitakeppninnar, úff get varla beðið :o
massi