Ég er nú ekki búinn að stunda hokký lengi en ég verð að vera svolítið sammála Bigga hér, ef markmaður fær á sig skot er það vegna þess að varnarmenn hafa klikkað í dekkingu, og sóknarmenn andstæðingsins hafa unnið sína vinnu.
Nú að fá pökkinn í maga/bringu er náttúrulega heppilegasti staðurinn til að verja með, bæði gefur það til kynna að möllinn sé hárrétt staðsettur og þar að auki eru minnstu möguleikarnir að pökkurinn leki inn eftir það, hann kastast í flestum tilfellum til baka og þá alltaf á mun minni ferð en hann kom í markmann og ætti þá eftirleikurinn að vera auðveldur fyrir möllan að koma höndum yfir pökkinn.
Nú svo veit ég ekki betur en að SA séu Íslandsmeistarar og tel ég að Biggi eigi ekki síður þátt í því en aðrir leikmenn SA.
Það verður alltaf þrætuepli hvort menn séu góðir eða heppnir, best er að þetta sé bæði til staðar, en annars tel ég það ekki skipta nokkru einasta máli, what ever works.
Svona smá ráðlegging í lokin Aron, endilega lestu þínar greinar nokkrum sinnum vandlega yfir áður en þú lætur þær flakka inn á korkinn, því þótt þær séu oft á tíðum til þess fallnar að skapa umræðu þá græðir þú yfirleitt lítið á því þar sem þú hefur sjaldan eittvað málefnanlegt fram að færa, þetta eru að mestu órökstuddar blammeringar á aðra.
En endilega haltu áfram að pósta inn því ekki er nú um grösugan garð að grisja um þessar mundir.
Með kveðju, Madmart