ég settist fyrir framan imban í gær með kippu af bjór og hofði á Bruins vs Stars í beinni frá Boston.
Ég átti von á hörkuleik, að sjá mína menn, þ.e.a.s. Bruins taka á móti besta liðinu í deildinni, og vonast eftir sigri þar sem Bruins eru í baráttu um playoff sæti. Ég var alls ekki svikinn, Dallas voru fyrstir að skora í 1sta leikhluta og Jere Lehtinen búinn að koma Dallas mönnum yfir. Það stóð ekki lengi og jafnaði Joe Thornton leikinn 38 sekundum fyrir leikhlé.
í öðrum leikhluta kom Brian Bolston Boston í 2-1, Dallas náði svo að jafna á 17 sekundum! og var þar Jason Arnott að verki. Zubov kom svo Dallas í 3-2 og var það staðan eftir annan leikhluta.
Þriðji leikhluti var frábær skemmtun, bæði lið spiluðu skemmtilegan sóknarleik, en afturámóti þá var vörn Boston í þessum leik vægast sagt ömurleg.
Bill Guerin, fyrrverandi Bruins maður, kom Dallas í 4-2 og hélt ég þá að öll von væri úti. En Boston komu til baka, með góðu marki frá Bolston og Murray jafnaði svo, og 12 mínutur eftir af leikhlutanum. Claude Lemiuox kom svo Dallas yfir en Boston jafnaði eftir að Dallas misstu mann útaf, þegar aðeins um 1 mínuta var eftir, og þar var Murray aftur að verki.
Leikurinn fór í framlenginu, þar sem Boston hefði hæglega geta unnið þar sem Murray klúðraði góðu færi í framlengingunni.
Dave Tippet þjálfari Dallas var ekki sáttur eftir leikinn, og fannst sárt að horfa á liðið klúðra 2 marka forystu, og oft á tíðum var það markmaður Boston, Steve Shields, sem hélt þeim inní leiknum. Þetta var einn skemmtilegasti leikur sem ég hef séð í vetur!