Já ég veit að fyrirsögnin er ekki beint í alvarlegeri kantinum en hugsið…..(hugstími)…….já ef þú ert skarpur/skörp, þá hafið komist að því að hann Gauti er mjög líklega hobbiti sem hefur villst frá Miðgarði. Ef þú ert alger bobo (lalli) þá skal ég leggja fram dæmi sem hann á sameiginlegt við aðra hobbita.

Dæmi1: Hann er lítill…samt soldið stór miðað við hobbita en samt sem áður tæní.

Dæmi2: Hann er þéttur (hárugur) á löppunum…reyndar ef hárugar lappir gerði mann hobbita þá væru nokkrir í hættu. En hann er líka lítill.


Dæmi3: Hann er alltaf að tjá sig (rífa kjaft) og koma sér í einhverjar slæmar aðstæður sem hann veit að hann getur ei ráðið við. Ég tók þessu eftir þegar Frodo (gaurinn í Lord Of The Rings 1,2 og 3,) er alltaf að rífa kjaft og koma sér í einhver vandræði, síðan ef það er einhver vandræði…þá hleypur hann bara burt. Gauti er nú þektur fyrir þetta og hefur þurft núna að skíra eitt klósett í skólanum eftir hann..Felutójlettið (klósettið sem hann velur sig alltaf inná þegar marr ætlar að lemja hann)

Allavega ég er bara eithvað að láta huga minn reika. Gæti verið að hann er bara svona þéttur köggull. Allavega er hann köggull Íshokkí. Vel gert og til hamingju með verðlauninn Jutteman.