Alþjóðaíshokkísambandið IIHF hefur i dag dæmt þrjá leikmenn Ísraels sem taka þátt á heimsmeistaramóti unglinga 18 ára og yngri i Sarajevó, ólöglega með liði sínu. Leikmennirnir þrír eru Kanadamenn með Ísraelskt vegabréf, en samkvæmt reglum IIFH verða þeir að hafa leikið i Ísrael a.m.k. i tvö ár. Svo virðist sem leikmennirnir hafi ekki gert það og líkur eru a því að
þeir hafi jafnvel aldrei komið til Ísraels.
Leikur Ísraels og Íslands i gær, sem var æsispenandi og endaði með sigri “Ísrael” 5-4 hefur því verið dæmdur þeim tapaður 0-5. Ísrael tapar einnig fyrsta leik sinum a mótinu gegn Bosníu 0-5. Þann leik vann Ísrael 9-1. Ísland er því efst a mótinu eftir sigur gegn Tyrkjum 5-2 og Ísrael 5-0. Íslendingar leika við Bosníu & Herzegóvínu í kvöld kl. 19:30 (á íslenskum tíma) og með sigri i þeim leik tryggir Ísland sér Heimsmeistaratitil unglinga U-18 í þriðju deild IIHF.
Það yrðu fyrstu verðlaun Íslands i móti á vegum Alþjóða Íshokkísambandsins IIHF og frábær árangur fyrir Íslenskt Íshokkí.
Tekið af “skautafelag.is”