Copy og paistað á www.icehockey.is
í gærkvöldi mættust Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í fyrsta leik 6. og síðustu umferðar Íslandsmótsins í íshokkí. Í 1. og 2. lotu voru SR-ingar með leikinn í vasanum og unnu loturnar 3 - 0 og 4 - 1 og því var staðan 7 - 1 þegar 3. lota hófst.
Bjarnarmenn virðast svo hafa sett í fluggírinn í síðustu lotunni því þeir skoruðu þrjú mörk án þess að SR næði að svara fyrir sig og náðu því aðeins að klóra í bakkann og breyta stöðunni í 7 - 4. Það verður teljast bærileg frammistaða með þrjá lykilleikmenn í banni.
Tveir leikmenn voru sendir í sturtu, einn úr hvoru félagi. Annars vegar var það Hallur Árnason fyrir að munda kylfuna sem spjót væri, en það er eitt af ljótari brotunum sem aldrei ætti að sjást í hokkíleik. Skömmu síðar fékk svo Birgir Hansen að fara sömu leið eftir að hafa sparkað í Peter Bolin… sá er þetta ritar óskar eftir skýringum sjónarvotta af þeim atburði.
Þessi úrslit skáru endanlega úr um það hvaða lið mætast í úrslitum því nú á Björninn engan möguleika lengur á að blanda sér í toppbaráttuna. SA og SR mætast því í úrslitum í ár einu sinni sem oftar og í næstu leikjum mun það ráðast hvort liðið krækir sér í heimaleikjaréttinn. Einungis tvö stig skilja liðin að í dag en SA á einn leik til góða og þarf að krækja sér í a.m.k. eitt stig í næstu tveimur viðureignum til að tryggja sér sigur í undankeppninni.
Vegna þátttöku U18 ára landsliðsins á HM í Sarajevo verður enginn leikur um næstu helgi en íshokkímenn ætla þó ekki að leggjast í kör heldur verða landsliðsæfingar á Akureyri alla helgina. Næsti leikur í deildinni verður svo hér á Akureyri um aðra helgi, nánar tiltekið laugardaginn 15. febrúar.
Mörk / stoðsendingar
SR: Kristán Óskarsson (Diddó) 2/1, Hallur Árnason 2/1, Steinn Steinsen 1/1, Peter Bolin 0/2, Gummi Kalli 1/0, Ágúst Ásgrímsson 0/1, Guðmundur Rúnarsson 0/1.
Björninn: Daði Örn Heimisson 2/2, Sergei Zak 1/2, Hrólfur 0/1.
Brottvísanir
SR: 49 mín - þarf einn leikdómur.
Björninn: 53 mín - þar af einn leikdómur.
Aðaldómari: Viðar Garðarsson
<br><br>Bjarnarveldið mun rísa!!!!
Bjarnarveldið mun rísa!!!!