Ég fór í fyrsta skiptið á hokkíleik í gær með litla frænda mínum, en hann er nýlega búinn að fá einhverja hokkíbakteríu og þekkir einhverjar stráka í Birninum. En hvað með það. Mér leist bara vel á þetta í byrjun og skemmti mér ágætlega og svo byrjuðu þessi óskaplegu hróp og köll frá einhverjum náunga þarna í stúkunni. Þvílíkar voru svívirðingarnar og dónaskapurinn að ég var að hugsa um að fara með frænda minn í burtu.
Svo síðar eftir að einum gæanum hafði verið hent útaf þá kom sá upp í stúku og gekk í lið með hinum asnanum og stóð á öskrinu. Ég held ég hafi aldrei orðið vitni að ein niðurlægjandi augnabliki! Ég skammaðist mín fyrir hönd hokkíáhugamanna sem sátu þarna í kringum mig og leið hreinlega illa. Menn sem láta svona í öðrum íþróttahúsum er venjulega vísað á dyr, en þarna var ekkert slíkt reynt! Ég mun aldrei fara með börn á svona íþróttakappleik aftur, ekki síst eftir að ég sá þessi slagsmál á ísnum!!! Er þetta algengt í þessari íþrótt? Ég var svo sem búinn að heyra af þessu og sjá eitthvað í bíó en ég hélt að þetta væri ekki svona. Svo voru þetta ekki einu sinni slagsmál heldur bara líkamsárásir nokkurra leikmanna í Bjarnarliðinu á hitt liðið. Sessunautur sagði mér að þetta hafði verið fyrliði Bjarnaliðsins sem verst lét (???) slíkt sæist ekki í öðrum íþróttagreinum.
Ég ætla þó ekki að vera of dómharður en það er alveg á hreinu að ég mun ekki mæla með því að systir mín láti strákinn sinn í þessa íþrótt og alla vega skal ég ekki samþykkja að hann fari í Björninn. Einhver eldri maður sem sat skammt frá mér sagði að þessi menn sem létu eins og villimenn uppi í stúkunni væru aðal mennirnir í barnaflokkum hjá félaginu. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en ef svo er, er eitthvað mikið að.
Eru þið svo eitthvað hissa á því að þetta er ekki vinsælla en þetta er???? Þetta er bavíana íþrótt!