Tekið af icehockey.is

Á gamlársdag mætti Íslenska liðið skipað leikmönnum yngri en 20 ára, firna sterku liði Ungverja. Okkar menn sáu aldrei til sólar í leiknum en náðu þó að skora 4 mörk sem dugði skammt gegn 15 mörkum mótherjanna.



Mörk íslenska liðsins gerðu Jón Ingi Hallgrímsson, Arnþór Bjarnason og Jón Gíslason tvö mörk.



Í gær nýársdag áttu öll liðin frí en í kvöld kl. 19:30 að íslenskum tíma mætir Ísland gestgjöfunum Júgóslövum og á morgun 3. janúar er svo síðasti leikurinn gegn Mexíkóum og má reikna með því að það verði úrslitaleikurinn um það hvort landið haldi sér inni í riðlinum.

Hvernig haldiði að næstu leikir fari?

<br><br>—-
Imagination is the fabcrick of life…
…hann var dvergur í röngum félagsskap