Tekið af http://www2.icehockey.is/
“ 21.12.2002 Árekstur
Harður árekstur varð á miðjum ís skammt norðan syðri bláu línunnar um kl. 20:43 í kvöld. Menn voru saman komnir til hefðbundinnar jólahokkí iðkunnar og svo mikill var jólahugur í mönnum að ákveðið var að leyfa 5 metra háu jólatré sem staðsett var á miðjunni vegna jólaskemmtunnar, að vera áfram meðan á æfingu stóð.
Jón Ingi fékk stórglæsilega sjálfsmorðssendingu nálægt miðjunni, og með höfuðið öfugt á herðum sér lenti pilturinn af fullum krafti á bólakafi inni í fallega skreyttu tréinu með miklum látum… og þar var sem við manninn mælt - allt leikmannaliðið lá sem skotið á ísnum í hláturskrampa og það er alveg ljóst að það þarf mikið að gerast til að Jón Ingi fái ekki hin árlegu tilþrifaverðlaun í ár.
Við ætlum að spila hokkí aftur á morgun á Þorláksmessu - tímasetning hefur ekki enn verði ákveðin en hún verður sms-uð út á morgun. Svo má auðvitað ekki gleyma Aðfangadagshokkíinu en það verður frá kl. 14:00 - 16:00…að venju.”
Great, næsta æfing hjá mér er sennilega í janúar, þeir leika sér 2 tíma á hverjum degi, hvern fjandan var ég eiginlega að flytja suður, urgasta…
OK, nú er verið að reisa höll nr. 2 á suðurlandi, dýrari í leigu og dýrari í rekstri en sú fyrri, skilst mér.
Hvers vegna eru engar æfingahallir á Íslandi, low-budget æfingahúsnæði með ódýrari ístíma?
Þetta þekkist í öllum öðrum löndum og nánast hægt að dl-a teikningum af svona höll á netinu og panta Zamboni og ísvél í póstkröfu.
Rekstrarfé er fengið inn með því að virkja almenning og hafa fjölbreyttari tíma í boði, opnir tímar í listhlaupi og íshokkí, mætið með græjurnar, borgið ykkur inn og fáið að spila, byrjendatímar 2svar í viku.
Curling, (Krulla :) er mikið stunduð víða um heim og meira segja í Kanada, mekka Íshokkís, eru fleiri iðkendur skráðir í krullu en hokkí, fólk á öllum aldri keppir í skrilljón deildum, æfingar fyrir hádegi um helgar í öllum höllum.
Skautahlaup (ekki listhlaup, kapphlaup) er ekki stundað á Íslandi en sennilega bara vegna þess að ístími er ekki í boði.
Allir að hringja í bæjar- og borgarstjórnarmenn sína yfir jólin, aldrei að vita hverju þeir lofa uppí ermina á sér, liggur allt blindfullt heima, takið allt upp á segulband og sendið á Útvarp Sögu.
Ég vil fara að fá meiri ístíma og er viss um að eitt skitið svell í Grafavogi er ekki næstum því nóg.
massi