Núna vilja menn vera að ræða eitthvað sérstaklega um dómgæslu hérna á vefnum. ég hef bara eitt að segja hvað það varðar og það er: Fólk á ekki að vera að vera með yfirlýsingar um dómgæslu þegar það hefur ekki reynt þetta sjálft!!
Það má með sanni segja að fólk sé búið að smitast að þeim stúkudómurum sem eru hér á Íslandi, bæði á AK og RVK, sem er sorglegt. Bara útaf því að einhverjir aðillar telja síg vita allt og eru að lýsa vanþónknunn sinni á störfum dómara þýðir það ekki að allir eiga að gera það sem finnst það bara.
Ég er búin að vera í þessu sporti núna í bráðum 12 ár og þetta hefur verið að breytast til batnaðar núna undanfarin ár en svona umræða er ekki uppbyggjandi og ekki hvetjandi fyrir þá sem eru að taka að sér dómgæslu í þessum leikjum. Staðan er núna orðinn þannig að færri og færri sjá fyrir sér að vilja fara að dæma og hvar verðum við þá ef enginn nennir að dæma þá verður ekkert hokkí… punktur.
Varðandi kvennaleikina þá er erfitt að sjá hvort að tripping sé tripping eða hvort að þessar stelpur, án þessa að móðga neina, kunna ekki að skauta og detta bara.
Það sem ég fylgist með í þessum leikjum eru ekki bara beinar tæklingar heldur líka þessu ljótu brot sem þið eruð að gera. Í tvö skipti þá var leikmaður SR hogginn í bakið með kylfunni, sem stórhættuelgt!! og það eru brotinn sem ég er að venja 7,6 og 5.flokk af og á ekki að þurfa að segja stelpum, sem eru búnar að vera í hokkí áður, að megi ekki!! Þetta er almenn vitneskja.
Snertingalaust hokkí er að sjálfsögðu snertingalaust en þegar tveir leikmenn(konur) skauta saman og keppast um pökkinn og hin dettur þá á ekki að dæma neitt. Ef þær eru að skauta öxl í öxl og önnur dettur, sama ekkert dæmt. Svipað einsog ef ég mundi tékka Kenny og hann mundi detta þá yrði að flauta útaf því að hann er minni en ég og hann datt.
Fyrir ykkur stelpur þá held ég að þið ættuð frekar að reyna bæta leikinn með því að losna við þessi ljótu brot einsog að slá með kylfunni einsog hún sé barefli og hætta að nota orð einsog tussa,píka,mella og hóra inná ísnum…. það eru til fleiri orð sem skila sama árangri sem eru ekki eins ljót á að heyra… þá sérstaklega fyrir litlu stelpurnar sem eru að horfa upp til ykkar. Og karlarnir eru síður en svo betri í þessum málum.
Þið eruð að reyna að byggja upp sport sem ykkur finnst skemmtilegt og þið eigið að reyna að fylgja reglunum sem eru í því sporti. Ég og fleiri erum í því að hjálpa ykkur að byggja þetta upp því að ég held að þið eigið fullt erindi inní þetta sport einsog í önnur sport.
Nokkrar meigin reglur sem gott er að fara eftir:
Það er EKKI kúl að fara í boxið!!
Það er EKKI töff að reyna crosstékka annað fólk í andlitið!!
Það er EKKI kúl að rífa kjaft við dómarann!!
Það er EKKI kúl að slást á ísnum!!
Það er EKKI kúl að sveifla kylfunni og reyna að vera He-man!!
Þeim sem finnst þetta kúl eru bent á að fara í keðjusagamorðingjaleik við hvorn annan og látta okkur hin, sem vilja spila hokkí, í friði.
Dómari Dauðans
Helgi P