Sko…ég nenni varla að tala um þetta lengur…mér hefur verið sagt að þetta sé no-contact sport…auðvitað fíla ég contactið sem er í þessari íþrótt, annars væri ég ekki að æfa…mér finnst gaman af slagsmálum og öllu svoleiðis, en það er bara bannað og maður á að virða það…Og nei, ég les ekki hugsanir, en ég les svipinn á sumum ykkar og hann segir að þið séuð að brjóta af ykkur viljandi…Og nú er ég ekki að segja að það séu bara þið, því allar stelpur í hokkíinu brjóta einhverntímann af sér…og ég er ekki að gagnrýna ykkur í birninum, alls ekki, og ég nenni ekki að vera að rífast um þetta lengur…Það verða alltaf við sömu stelpurnar að spila, og ég nenni ekki að vera að standa í einhverju stríði þegar við erum úti á ís…Það sem gerist á ísnum á bara að vera þar og gleymast eftir leik…það segja allir eitthvað við alla og meina ekki helminginn…það að blóta og svoleiðis er bara ákveðin taktík sem fólk notar til að pirra hinn…stundum virkar það, stundum ekki.