Ég held að Raggi fái tveggja leika bann…
Að minnsta kosti ef maður skoðar reglur ÍHÍ: "Stjórn ÍHÍ beinir því til aganefndar að beita sem lágmarksrefsingu 2ja leikja banni í þeim tilfellum þar sem leikmaður hefur hlotið leikdóm (Match penalty) fyrir slagsmál.” Sjá frétt hjá SR (
http://www.skautafelag.is/index.php?act=eldrifrett&ID=95)Raggi fékk “Game Misconduct penalty” þannig að hann hlýtur að fá tveggja leikja bann.
Jónas var bara smá pirraður enda var hann að tapa… Ekkert að því (s.s. að vera pirraður). Kannski var hann pirraður vegna þess að sóknin hjá Birninum var ekki að gera mikið að viti, náðu ekki einu sinni að skora þegar markvörður SR lá á ísnum og var búinn að missa kylfuna. Ég held að það hafi verið erfiðara að hitta í markvörðinn en í markið. Þeir áttu bara slæman leik… Hann hefði kannski átt að fá að hvíla sig aðeins oftar í leiknum en ef dómarinn sér það ekki þá nær það ekkert lengra…
Síðan vonar maður bara að Björninn taki SA í nefið um næstu helgi… Það verður nú að vera smá spenna í þessu… er það ekki?