Dallas vinna Edmonton 4-3 í OT Dallas Stars - 4

Edmonton Oilers - 3

Dallas Stars <a href="http://www.hugi.is/hokki/greinar.php?grein_id=54 867"> unnu Edmonton Oilers </a>
aftur en þetta er í annað skiptið á leiktíðinni sem þessi lið keppa.

Dallas átti algerlega 1. leikhluta er Derian Hatcher og Mike Modano gerðu stöðuna 2-0.

Jason Smith gerði stöðuna 2-1 í 2. leikhluta en Bill Guerin svaraði því og breytti stöðunni í 3-1.

Þannig að í 3. leikhluta voru Dallas yfir en fengu á sig 2 brot á einni mínútu þannig að það var 5 vs. 3 powerplay og náði Edmonton að skora úr því. Janne Niinimaa fékk pökkinn á bláu línunni og skaut slapskoti í slána en pökkurinn fór í bakið á Marty Turco og inn.

Ethan Moreau jafnaði síðan leikinn 10 mín. seinna og leikurinn var framlengdur.

Mike Modano skoraði svo í framlengingunni er hann fékk sendingu frá Darryl Sydor og skaut og pökkurinn rétt slapp fram hjá Jussi Markkanen, markmanni Edmonton, og inn.

Edtir þennan sigur eru Dallas nú með 14 stig og eru efstir með Minnesota Wild. (Sjá stöðu)

3 stjörnur kvöldsins:

- Mike Modano (DAL), skoraði 2 mörk í leiknum og þar á meðal sigurmarkið.
- Bill Guerin (DAL), var með mark og stoðsendingu í þessum sigri á gamla liðinu hans.
- Ethan Moreau (EDM), náði að jafna leikinn fyrir Edmonton.

Önnur úrslit:

Washington Capitals - 2
Pittsburgh Penguins - 3
—————————
Anaheim Mightu Ducks - 2
Toronto Maple Leafs - 5
—————————
Tampa Bay Lightning - 6 <– Lang efstir í Austurdeild!
Florida Panthers - 1
—————————
Phoenix Coyotes - 2
NY Rangers - 3
x ice.MutaNt