NY Islanders - 1
Sami Kapanen og Rod Brind'Amour skoruðu powerplay mörk með 23 sekúnda millibili í 2. leikhluta er Carolina Hurricanes unnu 4-1 á móti New York Islanders.
Carolina var með eins marka forystu snemma í 2. leikhluta þegar Islanders fengu á sig slök brot á minna en mínútu.
Jason Wiemer fékk dæmt á sig “holding” 2 mín. inní leikhlutann og varnarmaðurinn Roman Hamrlik fékk dæmt á sig “cross-checking” 27 sek. seinna.
Hurricanes nýttu sér þetta þegar Sami Kapanen fékk sendingu frá Jeff O'Neill og skaut viðstöðulaust fram hjá Garth Snow, markmanni Islanders. Brind'Amour gerði stöðuna 3-0 23 sek. seinna er hann ýtti honum inn eftir að Erik Cole var búinn að skjóta.
“Powerplayin eru mjög mikilvægur þáttur í hvaða hokkí leik sem er,” sagði Kapanen.
Kevyn Adams skoraði fyrsta markið fyrir Carolina þegar 9 mínútur voru búnar af fyrsta leikhluta.
Claude Lapointe skoraði eina mark New Yorks þegar 9 mín. voru búnar af 2. leikhluta en Kapanen skoraði 4 mark Hurricanes í opið mark þegar 3 sek. voru eftir af leiknum.
Eftir að hafa byrjað fjórða skiptið í röð og farið í staðinn fyrir Arturs Irbe stoppaði markmaður Carolina, Kevin Weekes 36 skot í leiknum en Carolina eru núna með 3 sigra, 2 tapleiki og engin jafntefli.
3 stjörnur kvöldsins:
- Sami Kapanen (CAR), var með tvö mörk í leiknum og þar á meðal sigurmarkið.
- Kevin Weekes (CAR), stóð sig frábærlega í markinu og var mikill þáttur í sigrinum.
- Claude Lapointe (NYI), skoraði eina mark Islanders.
——————————————- ——————–
Önnur úrslit:
Pittsburgh Penguins - 3
Montreal Canadiens - 3
————————–
Calgary Flames - 3
Minnesota Wild - 4 OT
————————–
Philadelphia Flyers - 1
Buffalo Sabres - 2
————————–
Phoenix Coyotes - 2
Nashville Predators - 1
————————–
Edmonton Oilers - 3
Colorado Avalanche - 3 OT
x ice.MutaNt